Eru samræmd próf brot á jafnræðisreglu Barnasáttmála? Rakel Sölvadóttir skrifar 25. apríl 2018 07:00 Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar