„Það væri gott að hafa sérfræðingana hjá sér“ Sigrún Harðardóttir og Ingibjörg Karlsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar