Norðurslóðir í öndvegi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar