Lykilárangursmælikvarðar fyrir samfélagsmiðla Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun