Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung Hörður Ægisson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira