Á þriðja hundrað létust í flugslysi í Alsír Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 12:19 Frá vettvangi flugslyssins en óljóst er hvað olli því. vísir/ap Meira en 250 manns létust í flugslysi í Alsír í morgun að því er ríkissjónvarp landsins greinir frá. Um var að ræða herflugvél af gerðinni Il-76 með hermenn um borð en vélin brotlenti skömmu eftir flugtak frá herstöðinni í Boufarik í norðuhluta Alsír. Um er að ræða mannskæðasta flugslys sem orðið hefur síðan árið 2014 en þá fórust 298 manns með flugi MH17. Óljóst er hvað olli slysinu en rannsókn er þegar hafin að sögn varnarmálaráðuneytis Alsír. Ráðuneytið hefur ekki gefið út hversu margir létust en vottað aðstandendum þeirra samúð sína. Flestir þeirra sem létust voru hermenn og ættingjar þeirra auk þess sem tíu áhafnarmeðlimir létu einnig lífið. Vélin var á leið til herstöðvarinnar Béchar í suðvesturhluta Alsír þegar hún brotlenti. Átti vélin að millilenda í Tindouf í vesturhluta landsins en þar dvelja margir flóttamenn sem hafa komið frá Vestur-Sahara, svæði sem deilt hefur áratugi, en Marokkó hefur innlimað svæðið. Á meðal þeirra sem létust eru 26 meðlimir Polisario Front, uppreisnarhreyfingar sem barist hefur fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara frá Marokkó, en alsírsk yfirvöld hafa stutt hreyfinguna. Alsír Fréttir af flugi Marokkó Vestur-Sahara Tengdar fréttir Óttast um afdrif 200 farþega eftir flugslys Óttast er að tugir, ef ekki hundruð flugfarþega hafi látist þegar herflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í Alsír í morgun. 11. apríl 2018 08:51 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Meira en 250 manns létust í flugslysi í Alsír í morgun að því er ríkissjónvarp landsins greinir frá. Um var að ræða herflugvél af gerðinni Il-76 með hermenn um borð en vélin brotlenti skömmu eftir flugtak frá herstöðinni í Boufarik í norðuhluta Alsír. Um er að ræða mannskæðasta flugslys sem orðið hefur síðan árið 2014 en þá fórust 298 manns með flugi MH17. Óljóst er hvað olli slysinu en rannsókn er þegar hafin að sögn varnarmálaráðuneytis Alsír. Ráðuneytið hefur ekki gefið út hversu margir létust en vottað aðstandendum þeirra samúð sína. Flestir þeirra sem létust voru hermenn og ættingjar þeirra auk þess sem tíu áhafnarmeðlimir létu einnig lífið. Vélin var á leið til herstöðvarinnar Béchar í suðvesturhluta Alsír þegar hún brotlenti. Átti vélin að millilenda í Tindouf í vesturhluta landsins en þar dvelja margir flóttamenn sem hafa komið frá Vestur-Sahara, svæði sem deilt hefur áratugi, en Marokkó hefur innlimað svæðið. Á meðal þeirra sem létust eru 26 meðlimir Polisario Front, uppreisnarhreyfingar sem barist hefur fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara frá Marokkó, en alsírsk yfirvöld hafa stutt hreyfinguna.
Alsír Fréttir af flugi Marokkó Vestur-Sahara Tengdar fréttir Óttast um afdrif 200 farþega eftir flugslys Óttast er að tugir, ef ekki hundruð flugfarþega hafi látist þegar herflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í Alsír í morgun. 11. apríl 2018 08:51 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Óttast um afdrif 200 farþega eftir flugslys Óttast er að tugir, ef ekki hundruð flugfarþega hafi látist þegar herflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í Alsír í morgun. 11. apríl 2018 08:51