Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 23:45 Echo-hátalarar Amazon eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum. Vísir/Getty Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda. Amazon Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda.
Amazon Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira