Opið bréf til Lífar og Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 17. apríl 2018 16:54 Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar