Fótbolti

Óvissa með Aguero fyrir Íslandsleikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergio Aguero hefur lítið getað spilað á árinu
Sergio Aguero hefur lítið getað spilað á árinu Vísir/Getty
Óvíst er hvort Sergio Aguero verði klár til leiks þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi í sumar. Leikmaðurinn staðfesti í dag að hann hefði gengist undir aðgerð á hné.

Aguero hefur verið að glíma við meiðsli síðustu misseri og hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í mars. Hann kom inn sem varamaður í tapi Manchester City gegn Manchester United í byrjun apríl þar sem hnémeiðsli hans tóku sig upp að nýju.

Argentínumaðurinn var ekki í leikmannahóp City á laugardaginn þegar liðið sigraði Tottenham 3-1. Hann skrifaði á Twitter í dag að hann hefði gengist undir aðgerð á hné.

Fyrir leikinn gegn Tottenham sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, að ekki væri víst hvort Aguero yrði með í þeim leikjum sem City á eftir á tímabilinu.

Ísland mætir Argentínu á HM þann 16. júní í Moskvu.






Tengdar fréttir

Enginn Aguero gegn Liverpool í kvöld

Risaleikur Liverpool og Man. City í Meistaradeildinni í kvöld verður án Sergio Aguero, framherja Man. City, en hann er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×