Hafa skal það sem sannara reynist Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00 Mest lesið Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu
Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun