Hafa skal það sem sannara reynist Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við grein Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Fréttablaðinu 12. apríl 2018. Umræða um gæði þjónustu við börn sem glíma við alvarlegan vanda snertir strengi hjá almenningi og mikilvægt er að umræða fari fram í samfélagi hverju sinni um þau úrræði sem í boði eru og það hvort og þá hvernig megi gera betur í þjónustu við börn. Mikilvægt er hins vegar að almenningur sé ekki afvegaleiddur í slíkri umræðu og hún sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum og hálfsannleik eða að tilteknir einstaklingar séu dregnir ranglega til ábyrgðar á ákvörðunum sem stjórnvöld taka.Ákvarðanir á ábyrgð forstjóra Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs Barnaverndarstofu, s.s. innihald meðferðar, tegund meðferðarúrræða eða hvort opna eða loka eigi tilteknu meðferðarúrræði, eru teknar af og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki á herðum tiltekinna starfsmanna, hversu mikilli þekkingu og færni sem þeir búa yfir. Ákvörðun um innleiðslu fjölkerfameðferðar, MST, var tekin af Barnaverndarstofu áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs stofunnar hóf þar störf, og raunar áður en sviðið varð formlega til. Að sama skapi hefur meðferðarheimilum eingöngu verið lokað vegna samdráttar í umsóknum til Barnaverndarstofu um stofnanameðferð. Fullyrðingar um annað eru ósannar og eingöngu til þess fallnar að slá ryki í augu almennings og gera ákvarðanir opinberrar stofnunar tortryggilegar að ósekju. MST-meðferð bylting í þjónustu fyrir börn Frá árinu 2008 hefur Barnaverndarstofa boðið fjölskyldum barna sem sýna alvarlega áhættuhegðun upp á MST-meðferð, sem fer fram á heimavelli barnsins og án þess að fjarlægja þurfi barnið af heimili sínu. Meðferðin hefur verið margrannsökuð og endurtekið sýnt árangur. Eins og eðlilegt er greiðir Barnaverndarstofa hóflegt gjald fyrir að fá að nýta sér þetta úrræði, sem felur í sér vikulegt eftirlit og ráðgjöf og reglulega fræðslu erlendra sérfræðinga til þess að tryggja gæði meðferðarstarfsins og þjálfa starfsfólk. Tilkoma MST á Íslandi hefur gert Barnaverndarstofu kleift að gjörbylta þjónustu vegna barna sem eiga í alvarlegum vanda og hefur tryggt börnum bestu þjónustu sem völ er á, á sama tíma og samfélagið stóð frammi fyrir fordæmalausum niðurskurði í velferðarþjónustu í kjölfar efnahagshruns síðasta áratugar. MST skilar árangri Um 560 börn og fjölskyldur hafa lokið MST-meðferð hér á landi. Eingöngu um 25% þeirra sem ljúka MST þurfa vistun utan heimilis á næstu 18 mánuðum, ýmist á meðferðardeild Stuðla, á meðferðarheimili eða hjá fósturforeldrum. Einnig sýna tölur um stöðu barnanna 18 mánuðum eftir lok meðferðar að verulegur árangur hefur náðst hvað varðar vímuefnaneyslu, skólasókn og vinnu, afskipti lögreglu og ofbeldishegðun. Mikilvægi meðferðarheimila Mikilvægt er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytta flóru úrræða, enda ljóst að ekki hafa allir foreldrar burði til að nýta sér MST-meðferð og vandi sumra barna er alvarlegri en hægt er að takast á við í MST. Á meðferðarheimilum er veitt þjónusta sem Barnaverndarstofa og samfélagið allt getur verið stolt af. Þar er starfsfólk og börn sem leggur mikið á sig til að ná árangri og sárnar ósönn umræða um það góða starf sem þar er unnið. Frá því að MST tók til starfa hefur samsetning barna á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu breyst. Algengara er að þar dveljist börn sem glíma við allra alvarlegasta vandann og/eða koma frá heimilum sem glíma við vanda. Slíkt kallar á aukna sérfræðivinnu inni á meðferðarheimilum, öfluga eftirmeðferð og annan stuðning í kjölfar vistunar. Hefur Barnaverndarstofa haldið áfram að þróa meðferðarkerfi sitt og er það nú stigskiptara en áður. Undirbúningur nýs meðferðarheimilis Allt frá árinu 2011 hefur Barnaverndarstofa bent á þörf fyrir sérhæfða meðferðarstofnun í jaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um að koma slíku heimili á fót var tekin af félags- og húsnæðismálaráðherra á árinu 2015. Hefur fjármagn verið tryggt í verkefnið. Hægt var að hefja leit að lóð fyrir heimilið í ársbyrjun 2017 en ekki hefur fundist heppileg lóð. Leitin stendur nú yfir af auknum þunga og í góðri samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar til nýja heimilið verður opnað mun Barnaverndarstofa halda áfram að veita börnum þjónustu á þeim meðferðarheimilum sem starfandi eru, en þar eru laus pláss á sumum og litlir sem engir biðlistar á öðrum.Höfundur er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu
Þú veist þetta allt Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 12. apríl 2018 07:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar