Hreinar strendur – alltaf Bjarni Bjarnason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun