Þjóðferjusiglingar til eyja við landið Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar