Kenndin krukk í sköpunarverkið Halldór Björn Runólfsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar