Kenndin krukk í sköpunarverkið Halldór Björn Runólfsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar