Fyrrverandi einræðisherra Gvatemala sem framdi þjóðarmorð látinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 19:07 Ríos Montt við réttarhöld árið 2013. Hann þurfti aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna. Vísir/AFP Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar. Andlát Gvatemala Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar.
Andlát Gvatemala Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira