Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 4. apríl 2018 07:00 Valitor er verðmætasta dótturfélag Arion. Vísir/Eyþór Andstaða innan stjórnkerfisins og á meðal sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar réð mestu um að fallið var frá áformum um að aðgreina Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að bréf kortafyrirtækisins yrðu greidd út í arð til hluthafa, samkvæmt heimildum Markaðarins. Við þá ráðstöfun hefðu vogunarsjóðir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósenta hlut í bankanum, jafnframt fengið kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor. Einstakir ráðherrar, ásamt ýmsum embættismönnum, mátu það sem svo að slík arðgreiðsla væri síður en svo til þess fallin að auka traust á fjármálakerfinu og færi mögulega gegn ákvæðum stöðugleikaskilyrða Kaupþings. Skýr afstaða Bankasýslu ríkisins, sem lagðist eindregið gegn áformunum og vildi fremur selja Valitor í opnu söluferli, hafði auk þess sín áhrif, jafnvel þótt stofnunin sé ekki lengur á meðal hluthafa bankans, en ríkið seldi sem kunnugt er 13 prósenta hlut sinn í lok febrúar. Kaupþing, sem hyggst selja allt að 55 prósenta hlut sinn í bankanum í útboði síðar á árinu, taldi sér ekki fært að fara gegn afstöðu stjórnvalda í þessu máli en fulltrúar þess vinna núna meðal annars að því að ná samkomulagi um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins við opið útboð. Að öðrum kosti er talið að forkaupsrétturinn, sem virkjast ef Kaupþing selur bréf sín undir genginu 0,8 miðað við eigið fé, muni valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Á meðal þeirra sem hafa komið að þeirri vinnu fyrir ríkið að undanförnu er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan, sem veitti stjórnvöldum ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008 samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi, en hann var fenginn að þeirri vinnu einkum fyrir tilstuðlan Lilju Alfreðsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.Ríkið fær minna í sinn hlut Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hefur stjórn Arion banka ákveðið að leggja áform um að aðgreina Valitor frá bankanum til hliðar. Afar ólíklegt þykir að þau áform verði endurvakin eftir skráningu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hafði sóst nokkuð eftir því að kortafyrirtækið yrði aðskilið frá samstæðunni. Fyrrnefndur kaupréttur, sem samið var um samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion í mars í fyrra, virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun kaupréttur sjóðanna renna út innan fárra mánaða. Sá sem talaði einkum fyrir því af hálfu vogunarsjóðanna að Valitor yrði aðgreint frá bankanum fyrir útboðið var maður að nafni Pierre Bour. Hann var meðeigandi Attestor Capital þar til nýlega er hann lét af störfum. Að sögn kunnugra er líklegt að ríkið fái að endingu lægra stöðugleikaframlag í sinn hlut, nú þegar fallið hefur verið frá áformum um að greiða Valitor út í arð til hluthafa. Afar ósennilegt er að raunverulegt markaðsvirði Valitor verði að fullu verðlagt þegar kortafyrirtækið verður selt, sem hluti af samstæðunni, í fyrirhuguðu útboði. Ljóst sé að Kaupþing gæti fengið hærra verð fyrir óbeinan eignarhlut sinn í Valitor með því að aðgreina fyrst fyrirtækið frá bankanum, „vinna með það“ eitt og sér á allra næstu árum og auka þannig virði þess. Markaðsvirði Valitors er töluvert hærra en sem nemur virði fyrirtækisins í bókum Arion banka. Samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem byggist á margföldurum erlendra samanburðarfélaga, er virði eigin fjár Valitors metið á um 30,6 milljarða króna. Til samanburðar er eigið fé kortafyrirtækisins bókfært á um 16,3 milljarða króna í bókum Arion. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Nokkurrar óánægju hefur gætt á meðal fulltrúa Kaupþings og vogunarsjóðanna að ekki hafi verið gripið til nægilega markvissra aðgerða á undanförnum misserum til þess að draga úr rekstrarkostnaði og bæta arðsemi Arion banka í aðdraganda hlutafjárútboðsins. Þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá því að sjóðirnir og Goldman eignuðust hlut í bankanum hafa þeir haft lítil sem engin áhrif á stjórn hans. Aðeins Attestor Capital og Goldman fara með atkvæðarétt í bankanum en atkvæðaréttur hinna sjóðanna er í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Markaðir Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Andstaða innan stjórnkerfisins og á meðal sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar réð mestu um að fallið var frá áformum um að aðgreina Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að bréf kortafyrirtækisins yrðu greidd út í arð til hluthafa, samkvæmt heimildum Markaðarins. Við þá ráðstöfun hefðu vogunarsjóðir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósenta hlut í bankanum, jafnframt fengið kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor. Einstakir ráðherrar, ásamt ýmsum embættismönnum, mátu það sem svo að slík arðgreiðsla væri síður en svo til þess fallin að auka traust á fjármálakerfinu og færi mögulega gegn ákvæðum stöðugleikaskilyrða Kaupþings. Skýr afstaða Bankasýslu ríkisins, sem lagðist eindregið gegn áformunum og vildi fremur selja Valitor í opnu söluferli, hafði auk þess sín áhrif, jafnvel þótt stofnunin sé ekki lengur á meðal hluthafa bankans, en ríkið seldi sem kunnugt er 13 prósenta hlut sinn í lok febrúar. Kaupþing, sem hyggst selja allt að 55 prósenta hlut sinn í bankanum í útboði síðar á árinu, taldi sér ekki fært að fara gegn afstöðu stjórnvalda í þessu máli en fulltrúar þess vinna núna meðal annars að því að ná samkomulagi um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins við opið útboð. Að öðrum kosti er talið að forkaupsrétturinn, sem virkjast ef Kaupþing selur bréf sín undir genginu 0,8 miðað við eigið fé, muni valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Á meðal þeirra sem hafa komið að þeirri vinnu fyrir ríkið að undanförnu er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan, sem veitti stjórnvöldum ráðgjöf við fjármálaáfallið 2008 samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi, en hann var fenginn að þeirri vinnu einkum fyrir tilstuðlan Lilju Alfreðsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.Ríkið fær minna í sinn hlut Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hefur stjórn Arion banka ákveðið að leggja áform um að aðgreina Valitor frá bankanum til hliðar. Afar ólíklegt þykir að þau áform verði endurvakin eftir skráningu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hafði sóst nokkuð eftir því að kortafyrirtækið yrði aðskilið frá samstæðunni. Fyrrnefndur kaupréttur, sem samið var um samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion í mars í fyrra, virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun kaupréttur sjóðanna renna út innan fárra mánaða. Sá sem talaði einkum fyrir því af hálfu vogunarsjóðanna að Valitor yrði aðgreint frá bankanum fyrir útboðið var maður að nafni Pierre Bour. Hann var meðeigandi Attestor Capital þar til nýlega er hann lét af störfum. Að sögn kunnugra er líklegt að ríkið fái að endingu lægra stöðugleikaframlag í sinn hlut, nú þegar fallið hefur verið frá áformum um að greiða Valitor út í arð til hluthafa. Afar ósennilegt er að raunverulegt markaðsvirði Valitor verði að fullu verðlagt þegar kortafyrirtækið verður selt, sem hluti af samstæðunni, í fyrirhuguðu útboði. Ljóst sé að Kaupþing gæti fengið hærra verð fyrir óbeinan eignarhlut sinn í Valitor með því að aðgreina fyrst fyrirtækið frá bankanum, „vinna með það“ eitt og sér á allra næstu árum og auka þannig virði þess. Markaðsvirði Valitors er töluvert hærra en sem nemur virði fyrirtækisins í bókum Arion banka. Samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem byggist á margföldurum erlendra samanburðarfélaga, er virði eigin fjár Valitors metið á um 30,6 milljarða króna. Til samanburðar er eigið fé kortafyrirtækisins bókfært á um 16,3 milljarða króna í bókum Arion. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Nokkurrar óánægju hefur gætt á meðal fulltrúa Kaupþings og vogunarsjóðanna að ekki hafi verið gripið til nægilega markvissra aðgerða á undanförnum misserum til þess að draga úr rekstrarkostnaði og bæta arðsemi Arion banka í aðdraganda hlutafjárútboðsins. Þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá því að sjóðirnir og Goldman eignuðust hlut í bankanum hafa þeir haft lítil sem engin áhrif á stjórn hans. Aðeins Attestor Capital og Goldman fara með atkvæðarétt í bankanum en atkvæðaréttur hinna sjóðanna er í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings.
Markaðir Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00
Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00