Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2018 20:00 Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira
Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15