Man-Flú Haukur Örn Birgisson skrifar 20. mars 2018 07:00 Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar