Er langtíma stefnumótun ómöguleiki á Íslandi? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun