Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 23. mars 2018 07:00 Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar