Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 23. mars 2018 07:00 Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun