Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Árslaun Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, námu tæpum 103 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 41 prósent frá árinu 2014. Hækkun milli ára skýrist af bónusgreiðslum vegna afkomu félagsins 2016. Vísir/stefán Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09