Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun