Fótbolti

Strákarnir mega búast við brjáluðum látum í kvöld miðað við stuðið á Perúmönnum í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stuðningsmenn Perú hressir á Hilton Hótel í gær.
Stuðningsmenn Perú hressir á Hilton Hótel í gær.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Perú í vináttuleik á Red Bull-vellinum í New Jersey í kvöld en leikurinn er sá þriðji síðasti hjá liðinu áður en það fer á HM í Rússlandi.

Þetta er síðasti vináttuleikurinn sem íslenska liðið spilar áður en Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn sem tilkynntur verður í byrjun maí.

Okkar menn spiluðu fyrir framan 60.000 manns á móti Mexíkó í San Francisco aðfaranótt laugardags þar sem stemningin var mikil en það má búast við enn meiri látum í kvöld.

Stuðningsmenn Perú eru nefnilega mættir til New York, eða reyndar New Jersey þar sem leikurinn fer fram, og það með látum eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan.

Ríflega 100 stuðningsmenn Perú mættu á liðshótel landsliðsins í New Jersey í gær þar sem þeir biðu eftir hetjunum sínum en á meðan þeir biðu var sungið og trallað og blys tendruð.

Perú hefur ekki komist á HM í tæplega fimmtíu ár og ríkir því mikil eftirvænting á meðal stuðningsmanna liðsins eins og sjá má.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×