Óvenjuleg undirtegund af inflúensu sem ekki var gert ráð fyrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 22:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. VÍSIR/STEFÁN „Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42
Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41
Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00