Lífsbjörgin SÁÁ Baldur Borgþórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur. Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar. Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda. Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin! Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti. Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrarafkoma og sýnd sú virðing sem henni ber. Til þess þurfum við umboð kjósenda. Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur. Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar. Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda. Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin! Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti. Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrarafkoma og sýnd sú virðing sem henni ber. Til þess þurfum við umboð kjósenda. Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar