Heimir: Við erum nær ákvörðun en hópurinn er ekki klár Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í nótt. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00
Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti