Fótbolti

Bara ein HM-þjóð fékk verri útreið í marsleikjunum en Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason liggur í grasinu í tapleiknum á móti Perú.
Rúrik Gíslason liggur í grasinu í tapleiknum á móti Perú. Vísir/Getty
Landslið Íslands og Panama verða nýliðar í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar og þau þurfa greinilega bæði að laga ýmislegt á næstu 78 dögum.

Ísland og Panama voru í hópi sex HM-þjóða sem töpuðu báðum vináttulandsleikjum sínum í mars en Panama tapaði 6-0 fyrir Sviss í gær.

Eina þjóðin sem fékk verri útreið en Ísland í marsleikjunum var Panama þökk sé stórtapinu í gærkvöldi en íslensku strákarnir töpuðu sínum leikjum 3-0 og 3-1.

Landslið Panama tapaði báðum leikjum sínum, skoraði ekki mark og fékk á sig sjö mörk.

Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum, skoraði eitt mark og fékk á sig sex. Gestgjafar Rússa voru með jafnslakan árangur og íslenska landsliðið.

Rússar töpuðu báðum sínum leikjum sem voru á móti Brasilíu og Frakklandi. Það er því vissulega hægt að færa rök fyrir því að þeirra andstæðingar hafi verið talsvert sterkari en lið Mexíkó og Perú sem voru mótherjar íslenska liðsins.

Hinar stigalausu þjóðirnar í þessum marsleikjum voru síðan Suður-Kórea, Egyptaland og Svíþjóð en markatalan var betri hjá þeim þremur en hjá Íslandi, Rússlandi og Panama.  

Gengi HM-þjóðanna í marsmánuði:

6 stig

Sviss 2 sigrar, +7 (7-0)

Belgía 2 sigrar, +5 (5-0)

Perú 2 sigrar, +4 (5-1)

Brasilía 2 sigrar +4 (4-0)

Marokkó 2 sigrar +3 (4-1)

Úrúgvæ 2 sigrar +3 (3-0)

Túnis 2 sigrar +2 (2-0)

4 stig

Spánn 1 sigur, 1 jafntefli, +5 (7-2)

Kólumbía 1 sigur, 1 jafntefli, +1 (3-2)

England 1 sigur, 1 jafntefli, +1 (2-1)

Danmörk 1 sigur, 1 jafntefli, +1 (1-0)

3 stig

Mexíkó 1 sigur, 1 tap +2 (3-1)

Frakkland 1 sigur, 1 tap +1 (5-4)

Serbía 1 siugr, 1 tap +1 (3-2)

Pólland 1 sigur, 1 tap, 0 (3-3)

Íran 1 sigur, 1 tap 0 (2-2)

Túnis 1 sigur, 1 tap 0 (1-1)

Króatía 1 sigur, 1 tap -1 (1-2)

Nígería 1 sigur, 1 tap -1 (1-2)

Portúgal 1 sigur, 1 tap, -2 (2-4)

Argentína 1 sigur, 1 tap -3 (3-6)

2 stig

Senegal 2 jafntefli 0 (1-1)

1 stig

Japan 1 jafntefli, 1 tap -1 (2-3)

Þýskaland 1 jafntefli, 1 tap -1 (1-2)

Ástralía 1 jafntefli, 1 tap -3 (1-4)

Sádí Arabía 1 jafntefli, 1 tap -4 (1-5)

0 stig

Suður-Kórea 2 töp -2 (3-5)

Egyptaland 2 töp -2 (1-3)

Svíþjóð 2 töp -2 (1-3)

Rússland 2 töp, -5 (1-6)

Ísland 2 töp -5 (1-6)

Panama 2 töp -7 (0-7)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×