Fótbolti

Víkingaklappið tekið er Íslendingar fengu að mynda sig með HM-bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karembu hissa á svip.
Karembu hissa á svip. vísir/skjáskot
Það var mikið fjör þegar HM-bikarinn lenti á Íslandi á sunnudaginn en Christian Karembu, fyrrum heimsmeistari með Frakklandi 1998, kom með bikarinn til sýnis Íslendingum sem vildu sjá hann.

Hann var í Smáralindinni allan sunnudaginn og gestum og gangandi var leyft að skoða bikarinn, mynda sig með honum og einnig mynda sig með Krembeu.

Það var ansi góð mæting í Smáralindina og að því virtist vera ansi góð stemning í Smáralindinni um síðustu helgi. Íslendingar fjölmenntu og Karembeu virtist í góði stuði. Það endaði með góðu Víkinga-klappi.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband frá deginum sem Twitter-síða HM birti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×