Áfangasigur Ellert B. Schram skrifar 14. mars 2018 07:00 Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun