Fótbolti

Íslenska treyjan kemur upp úr Geysi í einu kynningarmyndbandinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Twitter/Errea
Nýr íslenskur landsliðsbúningur fyrir fótboltalandsliðið leit dagsins ljós í dag en Errea og KSÍ hafa unnið í sameiningu að gerð treyjunnar.

Hönnuðurinn er Ítalinn margreyndi Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Grunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni  landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið.

Errea setur strax af stað kynningarherferð á íslensku treyjunni og hún fær góða auglýsingu á samfélagsmiðlum næstu dagana.

Um leið og treyjan var kynnt var sýnt dramatísk myndband frá íslensku sjávarþorpi á miðjum vetri en það er líka annað myndband komið út í loftið. Það má sjá það hér fyirr neðan en þar kemur íslenska treyjan hreinlega upp úr Geysi.





Slagorðið í þessari kynningarherferð Errea er að „goðsagnir fæðast þegar þú síst býst við þeim“ eða „Legends are born without warning."  

Goshver og landsliðsbúningur. Þessa blöndu finnur þú örugglega hvergi annarsstaðar í heminum.


Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.

HM-búningur Íslands fer í sölu í dag

Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×