Fótbolti

Landsleikur á móti Gana á Laugardalsvelli 7. júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi orðinn klár fyrir Ganaleikinn.
Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi orðinn klár fyrir Ganaleikinn. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, staðfesti á blaðamannfundi í dag að íslenska landsliðið mun spila við Gana í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í júní.

Þetta verður síðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir HM í fótbolta og verður hann spilaður níu dögum fyrir fyrsta leik á HM í Rússlandi sem verður á móti Argentínu.

Íslenska landsliðið spilar við Noregi á Laugardalsvellinum fimm dögum fyrr en þetta eru einu leikir liðsins eftir að Heimir Hallgrímsson velur 23 manna HM-hóp.

Þetta verður fyrsti leikur Íslands og Gana í sögunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×