Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun