Hækkunin hér sú mesta innan OECD Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Íbúðaverð hefur hækkað að raunvirði víða um heim undanfarin ár en hækkunin hefur hvergi verið meiri innan OECD-ríkja en hér á landi. Vísir/vilhelm Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira