Áfram veginn Katrín Jakobsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun