Forneskjulegar aðferðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun