Skoðun

Kjósum mann sem klárar verkin!

Róbert Ragnarsson skrifar

Íbúar í Reykjavík kalla eftir raunverulegum breytingum í vor. Það er eitt að tala um breytingar, annað að kunna og best er að hafa gert.

Ég hef reynsluna sem þarf til að leiða þessar breytingar. Það geta allir bent á að bíllinn sé bilaður, en ég hef opnað húddið, gert við vélina og keyrt bílinn farsællega heim. Ég hef gert þetta áður og vil gera aftur fyrir Reykvíkinga.

Viðreisn stendur fyrir ábyrgð í fjármálum og kjark til að taka mikilvægar ákvarðanir. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík kem ég með reynslu af rekstri og stjórnsýslu sem skiptir máli þegar orð eiga að verða að verki.

Ég hef bæði unnið að mótun stefnu og leitt breytingar í framkvæmd og veit hvað þarf til að ná raunverulegum árangri.

Í þessari baráttu hef ég lagt áherslu á málefni og lausnir sem snerta daglegt líf borgarbúa, hvernig þjónustan virkar, hvernig við nýtum fjármuni skynsamlega og hvernig við byggjum borg sem fólk vill búa í. Á heimasíðunni robertragnars.is má kynna sér áherslur mínar og hafa samband við mig.

Reykvíkingar eru komnir með nóg af frasapólitík og sviknum loforðum. Þau vilja fólk sem kann til verka og getur klárað málin.

Ég óska eftir þínum stuðningi til að leiða Viðreisn til sigurs í borgarstjórnarkosningum!

Frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.




Skoðun

Sjá meira


×