Forneskjulegar aðferðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar