Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:54 Hafið hefur drukkið í sig langstærsta hluta hlýnunarinnar sem menn hafa valdið. Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu aldirnar jafnvel þó að menn nái að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu áratugum. Vísir/AFP Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45
Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00