Bandarískum kosningaöryggissérfræðingi ýtt til hliðar skömmu fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Rússar stóðu fyrir viðamikilli áróðursherferð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og reyndu einnig að brjótast inn í kosningakerfi. Talið er að þeir reyni aftur fyrir sér í þingkosningunum í haust. Vísir/AFP Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent