Umskurður drengja Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umskurðsfrumvarp Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar