Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Metnaðarfyllri mörkin um 1,5°C hlýnun voru sett inn í Parísarsamkomulagið að beiðni eyríkja í Kyrrahafi sem eru í hættu vegna vaxandi ágangs sjávar. Vísir/AFP Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00