Fótbolti

Alfreð frá næstu sex vikurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð er úr leik í bili.
Alfreð er úr leik í bili. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason er með tognaðan vöðva í kálfa og getur af þeim sökum ekki spilað með liði sínu, Augsburg, næstu sex vikurnar. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

Þetta er áfall fyrir Augsburg enda Alfreð þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með ellefu mörk í átján leikjum. Aðeins Robert Lewandowski hjá Bayern og Pierre-Emerick Aubameyang, sem var seldur til Arsenal í vikunni, hafa skorað fleiri.

Augsburg er í áttunda sæti þýsku 1. deildarinnar með 28 stig eftir 20 leiki en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum.

Alfreð hefur verið fastamaður í liði Augsburg í vetur en missti af fyrsta leik liðsins eftir vetrarfrí vegna meiðsla í hásin.

Alfreð gæti orðið leikfær í byrjun næsta mánaðar og ætti að ná leikjum Íslands gegn Perú og Mexíkó í síðari hluta mars ef engin bakslög verða. Báðir leikir fara fram í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×