Madrídingar halda áfram að misstíga sig Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. febrúar 2018 21:30 Ronaldo hafði litlu að fagna í kvöld Vísir/Getty Real Madrid heldur áfram að glutra niður stigum í titilbaráttunni á Spáni en nú rétt í þessu þurftu þeir að sætta sig við aðeins eitt stig gegn Levante á útivelli eftir 2-2 jafntefli. Madrídingar komust yfir í tvígang með mörkum frá Sergio Ramos og Isco en Emmanuel Boateng og Giampaolo Pazzini svöruðu með mörkum fyrir Levante rétt fyrir lok hvors hálfleiks. Madrídingar eru nú átján stigum eftir Barcelona eftir 21 umferð en Börsungar geta bætt við forskotið þegar þeir mæta nágrönnum sínum í Espanyol á morgun. Spænski boltinn
Real Madrid heldur áfram að glutra niður stigum í titilbaráttunni á Spáni en nú rétt í þessu þurftu þeir að sætta sig við aðeins eitt stig gegn Levante á útivelli eftir 2-2 jafntefli. Madrídingar komust yfir í tvígang með mörkum frá Sergio Ramos og Isco en Emmanuel Boateng og Giampaolo Pazzini svöruðu með mörkum fyrir Levante rétt fyrir lok hvors hálfleiks. Madrídingar eru nú átján stigum eftir Barcelona eftir 21 umferð en Börsungar geta bætt við forskotið þegar þeir mæta nágrönnum sínum í Espanyol á morgun.