Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Sigurður Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2018 18:45 Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar