Sögð hafa náð samkomulagi um myndun stjórnar Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2018 09:51 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent