Sögð hafa náð samkomulagi um myndun stjórnar Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2018 09:51 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00