Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2018 20:00 Starfshópur leggur til að nú þegar verði stofnað þróunarfélag um uppbyggingu á nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni. Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. Jón Gunnarsson fyrrverandi samgönguráðherra skipaði starfshóp í september í fyrra til að leiða viðræður samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullkanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni svo fljótt sem verða megi áður en endanleg ákvörðun verði síðan tekin um að byggja nýjan fullkominn flugvöll þar.Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullkanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni svo fljótt sem verða megi áður en endanleg ákvörðun verði síðan tekin um að byggja nýjan fullkominn flugvöll þar.Það tekur um tuttugu mínútur að keyra frá miðborg Reykjavíkur að Hvassahraunsafleggjaranum á Reykjanesbraut. En á undanförnum tveimur árum hefur Icelandair kannað aðflugs- og veðurskilyrði þar austan af sem flugvöllur myndi rísa. Þær kannanir hafa leitt í ljós að aðstæður í Hvassahrauni eru jafnvel betri en á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli. Starfshópurinn leggur til að stofnað verði þróunarfélag með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila til að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir flugvöll í Hvassahrauni. Rekstrargrundvöllur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður þar til nýr flugvöllur verði tekinn í gagnið. Í skýrslunni kemur fram að Icelandair telji hægt að ljúka fyrsta áfanga nýs fullkomins innanlands- og alþjóðaflugvallar á fimm árum, að loknu umhverfismati sem taki um tvö ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat í starfshópnum. „Þetta eru tíðindi að fólk úr svona ólíkum áttum, Reykjavík, landsbyggðin, heilbrigðisráðuneytið og samgönguráðuneytið komist að sameiginlegri og afgerandi niðurstöðu,“ segir borgarstjóri. En auk Dags sátu Hreinn Loftsson, Linda Gunnarsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Sveinn Magnússon í starfshópnum.Verði í blandaðri eigu hins opinbera og einkaaðila Samkvæmt skýrslu hópsins telur Icelandair að nýr innanlands- og alþjóðaflugvöllur í Hvassahrauni myndi þjóna fluginu betur en Keflavíkurflugvöllur, ekki hvað síst tengifluginu. Fjármögnun flugvallarins ætti að vera auðveld í hlutafélagi í eigu ríkis, borgar og einkaaðila eins og flugfélaga. „Núna eru tæknimenn og þeir sem þekkja best til í flugi búnir að fara yfir þetta. Þetta lítur vel út en hefur þó ekki verið full kannað að öllu leyti. Þannig að það skipti miklu máli að ná saman markvisst um næstu skref,“ segir Dagur. Fyrrverandi samgönguráðherra og núverandi ríkisstjórn eigi heiður skilið að taka þetta mál upp úr skotgröfunum. Hann muni ræða málin við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra á næstu dögum. „Ég bind vonir við að það takist núna breið samstaða um að full kanna kost sem gæti verið góður fyrir innanlandsflug, fyrir millilandaflug og fyrir framtíð flugs sem stórrar atvinnugreinar á Íslandi,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. 8. febrúar 2018 09:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Starfshópur leggur til að nú þegar verði stofnað þróunarfélag um uppbyggingu á nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni. Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. Jón Gunnarsson fyrrverandi samgönguráðherra skipaði starfshóp í september í fyrra til að leiða viðræður samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullkanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni svo fljótt sem verða megi áður en endanleg ákvörðun verði síðan tekin um að byggja nýjan fullkominn flugvöll þar.Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullkanna flugvallarskilyrði í Hvassahrauni svo fljótt sem verða megi áður en endanleg ákvörðun verði síðan tekin um að byggja nýjan fullkominn flugvöll þar.Það tekur um tuttugu mínútur að keyra frá miðborg Reykjavíkur að Hvassahraunsafleggjaranum á Reykjanesbraut. En á undanförnum tveimur árum hefur Icelandair kannað aðflugs- og veðurskilyrði þar austan af sem flugvöllur myndi rísa. Þær kannanir hafa leitt í ljós að aðstæður í Hvassahrauni eru jafnvel betri en á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli. Starfshópurinn leggur til að stofnað verði þróunarfélag með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila til að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir flugvöll í Hvassahrauni. Rekstrargrundvöllur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður þar til nýr flugvöllur verði tekinn í gagnið. Í skýrslunni kemur fram að Icelandair telji hægt að ljúka fyrsta áfanga nýs fullkomins innanlands- og alþjóðaflugvallar á fimm árum, að loknu umhverfismati sem taki um tvö ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat í starfshópnum. „Þetta eru tíðindi að fólk úr svona ólíkum áttum, Reykjavík, landsbyggðin, heilbrigðisráðuneytið og samgönguráðuneytið komist að sameiginlegri og afgerandi niðurstöðu,“ segir borgarstjóri. En auk Dags sátu Hreinn Loftsson, Linda Gunnarsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Sveinn Magnússon í starfshópnum.Verði í blandaðri eigu hins opinbera og einkaaðila Samkvæmt skýrslu hópsins telur Icelandair að nýr innanlands- og alþjóðaflugvöllur í Hvassahrauni myndi þjóna fluginu betur en Keflavíkurflugvöllur, ekki hvað síst tengifluginu. Fjármögnun flugvallarins ætti að vera auðveld í hlutafélagi í eigu ríkis, borgar og einkaaðila eins og flugfélaga. „Núna eru tæknimenn og þeir sem þekkja best til í flugi búnir að fara yfir þetta. Þetta lítur vel út en hefur þó ekki verið full kannað að öllu leyti. Þannig að það skipti miklu máli að ná saman markvisst um næstu skref,“ segir Dagur. Fyrrverandi samgönguráðherra og núverandi ríkisstjórn eigi heiður skilið að taka þetta mál upp úr skotgröfunum. Hann muni ræða málin við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra á næstu dögum. „Ég bind vonir við að það takist núna breið samstaða um að full kanna kost sem gæti verið góður fyrir innanlandsflug, fyrir millilandaflug og fyrir framtíð flugs sem stórrar atvinnugreinar á Íslandi,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. 8. febrúar 2018 09:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. 8. febrúar 2018 09:00