Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun