Rannsaka fyrirtæki sem selur falska fylgjendur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 14:20 Gervigreindarforrit á samfélagsmiðlum eins og Twitter geta fylgt notendum, endurtíst og jafnvel tíst svörum. Vísir/AFP Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan. Twitter Tækni Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan.
Twitter Tækni Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira