Rannsaka fyrirtæki sem selur falska fylgjendur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 14:20 Gervigreindarforrit á samfélagsmiðlum eins og Twitter geta fylgt notendum, endurtíst og jafnvel tíst svörum. Vísir/AFP Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan. Twitter Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan.
Twitter Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira